fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

„Það er vonandi að þessir ungu leikmenn taki stærra hlutverk og leiði okkur á enn eitt stórmótið“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 5. september 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði íslenska landsliðsins vonast eftir því að bjartari tímar séu handan við hornið hjá íslenska landsliðinu.

Jóhann mun leiða íslenska liðið út í leik gegn Svartfjallalandi á morgun, um er að ræða fyrsta leik í nýrri Þjóðardeild.

„Það er örlítið heitara í Sádí Arabíu en hér, maður er vanur öllu,“ segir Jóhann Berg sem samdi á dögunum við Al-Orobah í Sádí.

„Ég vorkenni ykkur aðallega að fá lítið sumar, það þarf ekki að hafa áhyggjur af mér. Vonandi verður ágætis veður og við getum spilað ágætis fótbolta á morgun,“ sagði Jóhann á fréttamannafundi í dag.

Hann fagnar endurkomu Gylfa Þórs Sigurðssonar í landsliðið sem er mættur aftur eftir tíu mánaða fjarveru.

„Bara frábær leikmaður sem getur nýst okkur vel. Reynslan skiptir máli í svona verkefni, að hafa menn sem gert þetta. Komist á stórmót, hann lyftir öllum í kringum sig upp. Heldur mönnum á tánum, menn vilja sanna sig fyrir leikmanni eins og Gylfa.“

Jóhann hefur upplifað góða og slæma tíma í landsliðinu, eftir mögur ár vonar að hann að góðir tímar séu að fara af stað.

„Ég vona það innilega, við erum lítil þjóð og þetta verður upp og niður. Það þarf allt að smella til að komast á stórmót, mér finnst við vera að finna það út hvernig við viljum spila. Menn eru að komast í stærri lið og taka meiri ábyrgð, það er allt á réttri leið og það þarf allt að smella. Það er nýtt tímabil að byrja, Þjóðadeildin hefur gefið okkur tækifæri til að komast á stórmót. Við þurfum að bera virðingu fyrir þeirri keppni, það er vonandi að þessir ungu leikmenn taki stærra hlutverk og leiði okkur á enn eitt stórmótið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi