fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Dæmdur fyrir að káfa á kvenmanni sem klæddist fuglabúningi: Gerðist fyrir framan alla – Sjáðu myndbandið

433
Laugardaginn 14. september 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spánverjinn Hugo Mallo hefur verið fundinn sekur um kynferðislegt ofbeldi en frá þessu greinir spænski miðillinn AS.

Mallo er nafn sem einhverjir kannast við en hann er fyrrum fyrirliði Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni.

Mallo hefur verið undir rannsókn lögreglunnar í dágóðan tíma en hann er í dag leikmaður Aris í Grikklandi.

Hann er 33 ára gamall og spilaði tæplega 400 deildarleiki fyrir Celta og þá einnig leiki fyrir yngri landslið Spánar.

Mallo var fundinn sekur um að hafa káfað á brjóstum ónefndrar konu fyrir leik Celta gegn Espanyol árið 2019.

Konan var klædd í einhvers konar fuglabúning sem og kollegar hennar en verið var að hita upp fyrir viðureignina og skemmta aðdáendum.

Mallo þarf að borga skaðabætur til konunnar eftir áreitið en hann heilsaði öllum karlkyns lukkudýrum með handabandi en fór langt yfir strikið er hann hitti kvenmanninn umtalaða.

Myndband af þessu má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð