fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Dæmdur fyrir að káfa á kvenmanni sem klæddist fuglabúningi: Gerðist fyrir framan alla – Sjáðu myndbandið

433
Laugardaginn 14. september 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spánverjinn Hugo Mallo hefur verið fundinn sekur um kynferðislegt ofbeldi en frá þessu greinir spænski miðillinn AS.

Mallo er nafn sem einhverjir kannast við en hann er fyrrum fyrirliði Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni.

Mallo hefur verið undir rannsókn lögreglunnar í dágóðan tíma en hann er í dag leikmaður Aris í Grikklandi.

Hann er 33 ára gamall og spilaði tæplega 400 deildarleiki fyrir Celta og þá einnig leiki fyrir yngri landslið Spánar.

Mallo var fundinn sekur um að hafa káfað á brjóstum ónefndrar konu fyrir leik Celta gegn Espanyol árið 2019.

Konan var klædd í einhvers konar fuglabúning sem og kollegar hennar en verið var að hita upp fyrir viðureignina og skemmta aðdáendum.

Mallo þarf að borga skaðabætur til konunnar eftir áreitið en hann heilsaði öllum karlkyns lukkudýrum með handabandi en fór langt yfir strikið er hann hitti kvenmanninn umtalaða.

Myndband af þessu má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Heimir fór nánar út í samskipti sín og Ronaldo – „Þá spurði hann mig bara“

Heimir fór nánar út í samskipti sín og Ronaldo – „Þá spurði hann mig bara“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal
433Sport
Í gær

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi
433Sport
Í gær

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því