fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Dæmdur fyrir að káfa á kvenmanni sem klæddist fuglabúningi: Gerðist fyrir framan alla – Sjáðu myndbandið

433
Laugardaginn 14. september 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spánverjinn Hugo Mallo hefur verið fundinn sekur um kynferðislegt ofbeldi en frá þessu greinir spænski miðillinn AS.

Mallo er nafn sem einhverjir kannast við en hann er fyrrum fyrirliði Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni.

Mallo hefur verið undir rannsókn lögreglunnar í dágóðan tíma en hann er í dag leikmaður Aris í Grikklandi.

Hann er 33 ára gamall og spilaði tæplega 400 deildarleiki fyrir Celta og þá einnig leiki fyrir yngri landslið Spánar.

Mallo var fundinn sekur um að hafa káfað á brjóstum ónefndrar konu fyrir leik Celta gegn Espanyol árið 2019.

Konan var klædd í einhvers konar fuglabúning sem og kollegar hennar en verið var að hita upp fyrir viðureignina og skemmta aðdáendum.

Mallo þarf að borga skaðabætur til konunnar eftir áreitið en hann heilsaði öllum karlkyns lukkudýrum með handabandi en fór langt yfir strikið er hann hitti kvenmanninn umtalaða.

Myndband af þessu má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona