fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Nikolaj: „Breiðablik gerði mjög vel á móti þeim“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. júlí 2024 14:40

Nikolaj Hansen varð fyrir því óláni að klikka á vítaspyrnu á ögurstundu í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslands- og bikarmeistarar Víkings taka á móti írska liðinu Shamrock Rovers í fyrri leik liðanna í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun. Nikolaj Hansen, fyrirliði liðsins, ræddi við 433.is eftir æfingu í Víkinni í dag.

„Þetta verður spennandi leikur og við höfum beðið lengi eftir að spila þessa leiki, sérstaklega fyrir framan fullan stúku eins og á morgun,“ sagði Daninn stóri og stæðilegi.

„Ég held að möguleikar okkar séu góðir. Við höfum staðið okkur vel í Evrópu, sérstaklega á heimavelli. Við þurfum að ná í góð úrslit á morgun og svo klárum við vonandi dæmið í Írlandi.“

video
play-sharp-fill

Breiðablik mætti Shamrock í fyrra á sama stigi keppninnar og vann báða leikina, 0-1 úti og 2-1 heima. Leikmenn og þjálfarateymi Víkings hafa skoðað írska liðið vel.

„Þeir vilja halda boltanum, senda stuttar sendingar á milli sín. Þeir spila samt aðeins öðruvísi en við svo ég held það muni henta okkur vel. Við höfum skoðað klippur úr þeim leikjum og séð hvar þeir voru í vandræðum og Blikar gátu refsað þeim. Breiðablik gerði mjög vel á móti þeim og við þurfum að gera það sama.“

Útileikur fer svo fram í Írlandi í næstu viku en Nikolaj telur mikilvægt að fá fyrri leikinn á heimavelli.

„Ég held að það sé miklvægt að fá heimaleikinn fyrst og fólkið á bak við okkur. Þau munu syngja og öskra og hjálpa okkur inni á vellinum. Ég held við hefðum farið áfram gegn Riga í fyrra ef við hefðum fengið fyrri leikinn á heimavelli.“

Viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gagnrýnir Slot og segir hann hreinlega hafa viljað tapa leiknum í gær

Gagnrýnir Slot og segir hann hreinlega hafa viljað tapa leiknum í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Manchester-félögin og Arsenal á meðal áhugasamra um eftirsóttan bita

Manchester-félögin og Arsenal á meðal áhugasamra um eftirsóttan bita
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gerrard tekur að sér starf

Gerrard tekur að sér starf
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn – Sjáðu mark hans í gær

Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn – Sjáðu mark hans í gær
433Sport
Í gær

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“
433Sport
Í gær

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu
433Sport
Í gær

Guðrún: „Fannst við hafa yfirhöndina allan tímann“

Guðrún: „Fannst við hafa yfirhöndina allan tímann“
433Sport
Í gær

Glódís með netta pillu: „Fyrst það er búið að eyða svona miklum peningum er svolítið skrýtið að það sé ekki hægt að nota völlinn“

Glódís með netta pillu: „Fyrst það er búið að eyða svona miklum peningum er svolítið skrýtið að það sé ekki hægt að nota völlinn“
Hide picture