fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Furðulegt ástand hjá Guðlaugi og Alfreð í Belgíu – Launin skiluðu sér seint og eigandinn frá Katar er með vesen

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. júní 2024 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur K.A.S. Eupen í Belgíu vita ekki hvað þeir ætla að gera með félagið en þar eru ALfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson leikmenn.

Eigendur Eupen koma frá Katar og hafa sett mikla peninga í liðið sem féll úr úrvalsdeildinin á Belgíu. EFtir fallið er allt í lausu lofti.

Hingað til hafa Alfreð og Guðlaugur fengið laun sín á réttum tíma en það er að breytast. „Við fengum greitt tveimur vikum of seint, núna af því að við féllum þá eru Katarar að mixa eitthvað,“ sagði Guðlaugur í Dr. Football hlaðvarpinu.

Getty Images

Ekki er ljóst hvað gerist hjá Eupen en liðið á að hefja æfingar eftir tvær vikur.

„Það er enginn þjálfari, ekki fitness coach, það er ekki sjúkraþjálfari. Fyrsta æfing er eftir tvær vikur, þeir vita ekkert hvað Katarar ætla að gera með budget. Það er ekkert hægt að ráða inn neitt,“ segir Guðlaugur.

„Ég er meiddur og hef verið meiddur í sex vikur, er ég að fara aftur til Eupen í endurhæfingu eða eitthvað. Ég veit ekki neitt.“

Guðlaugur segist fá vel borgað í Eupen en er að hugsa um að fara frá félaginu í sumar.

„Þetta er mjög skrýtið allt saman, ég er að hugsa mér til hreyfings. En eins og fótbolti virkar þegar maður er 33 ára gamall, þá týnir maður ekkert samning upp úr götunni. Ég á tvö ár eftir af samningi, 33 ára. Er ég frír eða ekki, það eru ekki margir að fara að kaupa mig. Þannig er þessi buisness.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rekstur KSÍ á áætlun en aukinn kostnaður í einum málaflokki til umræðu

Rekstur KSÍ á áætlun en aukinn kostnaður í einum málaflokki til umræðu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta eru mennirnir sem KSÍ hefur fengið til að rýna í hvernig til hefur tekist – Stór nöfn á listanum

Þetta eru mennirnir sem KSÍ hefur fengið til að rýna í hvernig til hefur tekist – Stór nöfn á listanum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Trump dregur í riðla mörgum mánuðum áður en margar þjóðir fá að vita hvort þær verði með – Ísland hugsanlega þar á meðal

Trump dregur í riðla mörgum mánuðum áður en margar þjóðir fá að vita hvort þær verði með – Ísland hugsanlega þar á meðal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Upplifun Viðars að skyndilega hafi verið ákveðið að sniðganga hann – „Þetta hefur verið ósköp leiðinlegt“

Upplifun Viðars að skyndilega hafi verið ákveðið að sniðganga hann – „Þetta hefur verið ósköp leiðinlegt“
433Sport
Í gær

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður
433Sport
Í gær

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit