fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Baldvin Borgars fær væna sekt fyrir að senda dómara þessi skilaboð og birta þau á X-inu hans Elon Musk

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. maí 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aga- og úrskurðarnefnd ákvað á fundi sínum þann 28. maí að sekta Knattspyrnufélagið Árbæ, um 75.000 kr. vegna opinberra ummæla og framkomu þjálfara.

Ástæðan eru ummæli sem þjálfari Baldvin Már Borgarsson lét falla í einkaskilaboðum Gunnars Odds Hafliðasonar dómara. Birti Baldvin skilaboðin á X-inu hans Elon Musk á dögunum.

Ummæli sem vitnað er til í greinargerð málskotsnefndar eru eftirfarandi:

„Juju Gunnar Oddur vinur minn sem ranglega rak minn mann utaf i bikarnum gegn Fram fyrir að lata sparka i sig, akvað lika að reka Adam Pals utaf fyrir að segja Dora Arna verðskuldað að fokking halda kjafti, erum við ekki með eitthvað gott atak i gangi, #gerumbetur eða eh?.“

„Neinei, svo er þetta enginn shocker þegar menn fara bara inn í skelina frekar en að takast á við mistökin, sjáum hvort hann ákveði að amk seena þetta wake up call sem ég bætti við áðan…“

Með færslu Baldvins á X-inu var birt skjáskot af einkaskilaboðum hans á facebook messenger til Gunnars Odds Hafliðasonar dómara vegna leiks Árbæjar og Fram í Mjólkurbikar karla sem fram fór þann 25. apríl sl.

Í samræmi við grein 21.2. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál ber að fara með mál, sem málskotsnefnd vísar til nefndarinnar á grundvelli 21. greinar, eins
og um kærumál sé að ræða. Greinargerð málskotsnefndar KSÍ var því send til Árbæjar og til Baldvins Más og þeim gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum í málinu á framfæri við nefndina fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 16. maí 2024.

Á fundi nefndarinnar 21. maí 2024 lágu ekki fyrir greinargerðir vegna málsins hvorki frá knattspyrnufélaginu Árbæ né frá Baldvin Má Borgarssyni, þjálfara mfl. karla í knattspyrnu hjá Árbæ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins