fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
433Sport

Arnar ætlar sér alla leið – „Valur er bara þannig klúbbur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. maí 2024 15:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eins og alltaf hefði ég viljað fá heimaleik. Þetta verður verðugt verkefni en við mætum með sterkt lið og við ætlum okkur að vera í pottinum þegar það verður dregið til undanúrslita,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, eftir að hans lið dróst gegn Keflavík í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag.

Valur féll úr leik gegn Grindavík í 16-liða úrslitum í fyrra en ætlar sér alla leið í ár. Verkefnið gegn Keflavík er verðugt en liðið hefur unnið tvö Bestu deildarlið, Breiðablik og ÍA, á leið sinni í 8-liða úrslitin.

„Valur er bara þannig klúbbur að þú vilt fara alla leið í öllum keppnum. Í fyrra duttum við út í 16-liða á móti Grindavík og það var ákveðinn skellur því þetta er ein skemmtilegasta keppnin og stysta leiðin í Evrópu og vinna titil. Nú eigum við þennan leik og þetta verður alvöru leikur. Ég sá aðeins úr leikjunum á móti Blikum og ÍA svo þetta verður alvöru verkefni.“

Valur hefur tekið við sér og unnið þrjá síðustu leiki eftir að hafa farið hægt af stað.

„Þetta var smá brösugt til að byrja með en það var aðallega í punktasöfnun. Við áttum að fá meira úr þessum leikjum. Fótbolti er þannig að þú verður að nýta þína yfirburði. Ef þú gerir það ekki getur það kostað þig. Við erum á réttri leið en allir leikir í þessari deild eru erfiðir,“ sagði Arnar.

Viðtalið í heild er hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vill ekki fara í janúar

Vill ekki fara í janúar
433Sport
Í gær

Á enn erfitt með að fyrirgefa að Gylfi Þór hafi verið sniðgenginn

Á enn erfitt með að fyrirgefa að Gylfi Þór hafi verið sniðgenginn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mateta gæti komið eftir allt saman

Mateta gæti komið eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þjálfarinn fimm árum yngri en elsti leikmaður liðsins

Þjálfarinn fimm árum yngri en elsti leikmaður liðsins
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ramos reynir að fjárfesta í fyrrum félagi sínu

Ramos reynir að fjárfesta í fyrrum félagi sínu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á viðtali Arnars á Bylgjunni – „Mér er bara nákvæmlega sama“

Furðar sig á viðtali Arnars á Bylgjunni – „Mér er bara nákvæmlega sama“
433Sport
Fyrir 2 dögum

U-beygja hjá leikmanni United

U-beygja hjá leikmanni United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Cheryl fór út í smáatriðin í svefnherberginu – Hann dýrkaði þegar hún gerði þetta

Cheryl fór út í smáatriðin í svefnherberginu – Hann dýrkaði þegar hún gerði þetta
Hide picture