fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Inter búið að funda með umboðsmanni Alberts og samkomulag sagt nálgast – Undirbúa formlegt tilboð

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. maí 2024 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalskir fjölmiðlar eru ekki alveg sammála um það hvort Inter eða Juventus sé að leiða kapphlaupið um Albert Guðmundsson landsliðsmann Íslands í knattspyrnu.

Albert er eftirsóttur biti eftir magnaða frammistöðu með Genoa á þessu tímabili.

Gazetta segir að inter sé búið að funda með umboðsmanni Alberts og ná munnlegu samkomulagi við hann um kaup og kjör Alberts.

Félagið er nú að undirbúa formlegt tilboð í Albert en félagið þarf að byrja á því að taka til í hópnum sínum og fjármálum áður en það verður gert.

Gazetta segir að Genoa vilji 30-35 milljónir evra fyrir Albert en Inter telur að hann geti komið inn sem lykilmaður. Segir í umfjöllun að mögulega komi Albert á láni til Inter í eitt ár en með klásúlu um að Inter verði að kaupa hann ári síðar.

Aðrir miðlar segja að Juventus sé að leiða baráttuna en bæði Inter og Juventus vilja bjóða Genoa leikmenn í skiptum til að lækka fjárhæðina sem félögin þurfa að leggja út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Líkur á að frúin sé pirruð – Þetta var afmæliskveðjan sem hún fékk

Líkur á að frúin sé pirruð – Þetta var afmæliskveðjan sem hún fékk
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Senda United og Newcastle þau skilaboð um að gleyma því að gera tilboð í janúar

Senda United og Newcastle þau skilaboð um að gleyma því að gera tilboð í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrír magnaðir framherjar berjast um titilinn um að vera sá besti – Svona er tölfræðin

Þrír magnaðir framherjar berjast um titilinn um að vera sá besti – Svona er tölfræðin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Heimir verður án tveggja leikmanna í undanúrslitum vegna leikbanna

Heimir verður án tveggja leikmanna í undanúrslitum vegna leikbanna
433Sport
Í gær

Stríð blasir við í enska boltanum verði þetta samþykkt á föstudag

Stríð blasir við í enska boltanum verði þetta samþykkt á föstudag
433Sport
Í gær

Veltir því fyrir sér hvernig umræðan væri ef Arnar væri landsliðsþjálfari en ekki Arnar – „Ég vil ekki reka hann“

Veltir því fyrir sér hvernig umræðan væri ef Arnar væri landsliðsþjálfari en ekki Arnar – „Ég vil ekki reka hann“