fbpx
Laugardagur 17.janúar 2026
433Sport

Arsenal þarf að bíða lengur – ,,Einfaldlega of snemmt“

Victor Pálsson
Laugardaginn 20. apríl 2024 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er of seint fyrir varnarmanninn Jurrien Timber að spila með Arsenal í leik liðsins gegn Wolves í kvöld.

Þetta segir Mikel Arteta, stjóri liðsins, en Hollendingurinn hefur aðeins spilað tvo leiki fyrir sitt nýja félag á tímabilinu.

Margir hafa beðið eftir endurkomu Tilber sem meiddist í fyrsta leik Arsenal í fyrra gegn Nottingham Forest í efstu deild Englands.

Timber kom til Arsenal frá Ajax síðasta sumar og er byrjaður að æfa með aðalliðinu eftir að hafa slitið krossband.

,,Það er einfaldlega of snemmt fyrir hann að spila, hann mun reyna fyrir sér með U23 liðinu og eftir það þá sjáum við til,“ sagði Arteta.

,,Hann lítur vel út á æfingum en þetta snýst um að taka síðasta skrefið. Allir aðrir eru við hestaheilsu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

KR í samstarf í Gana

KR í samstarf í Gana
433Sport
Í gær

Fjármáladeild United á nálum – Stefnir í mígandi tap á rekstrinum á þessu tímabili

Fjármáladeild United á nálum – Stefnir í mígandi tap á rekstrinum á þessu tímabili
433Sport
Í gær

Brooklyn Beckham þurfti að fylgja þessari reglu þegar hann bjó hjá foreldrum sínum – Er í stríði við þau í dag

Brooklyn Beckham þurfti að fylgja þessari reglu þegar hann bjó hjá foreldrum sínum – Er í stríði við þau í dag
433Sport
Í gær

Segir hann fullkominn fyrir United og nefnir hvers vegna

Segir hann fullkominn fyrir United og nefnir hvers vegna