fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Lundúnafélögin til í að borga himinnháar fjárhæðir

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 10:34

Alexander Isak.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal og Tottenham hafa bæði áhuga á Alexander Isak, framherja Newcastle, fyrir sumarið samkvæmt miðlum í Bretlandi.

Isak hefur skorað 14 mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en tvö þeirra komu um helgina í mögnuðum 4-3 sigri á West Ham.

Sænski framherjinn gekk í raðir Newcastle frá Real Sociedad á 60 milljónir punda 2022. Nú er hann að slá í gegn og er því velt upp hvort Newcastle gæti selt hann vegna FFP reglna, en ljóst er að félagið fengi háar fjárhæðir fyrir hann.

Talið er að Arsenal og Tottenham gætu greitt 100 milljónir punda fyrir Isak í sumar, en bæði félög eru í leit að framherja.

Ljóst er að Newcastle nær ekki Meistaradeildarsæti og þeim fjármunum sem því fylgir á þessari leiktíð og því gæti reynst freistandi að selja.

Isak gaf því undir fótinn á dögunum að eitthvað gæti gerst í sumar en Eddie Howe, stjóri Newcastle, segir ekki koma til greina að selja hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi