fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Fimmtán íslenskir atvinnumenn mættir heim í Bestu deildina fyrir sumarið

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtán íslenskir leikmenn eru mættir heim til Ísland og spila í Bestu deildinni í sumar eftir dvöl í atvinnumennsku. Flestir hafa rætt um Gylfa Þór Sigurðsson en fleiri stór nöfn hafa komið heim.

Ljóst er að líklega aldrei hefur Besta deildin haft jafn mörg stór nöfn en Valsmenn hafa fengið fjóra leikmenn heim úr atvinnumennsku fyrir tímabilið.

Víkingur hefur sótt tvo sterka leikmenn en óvíst er hvenær Jón Guðni Fjóluson getur byrjað að spila eftir langvarandi meiðsli.

KR-ingar hafa komist í digra sjóði og hafa sótt þrjá öfluga og dýra atvinnumenn heim sem eiga að styrkja liðið talsvert.

Breiðablik og FH hafa sótt einn leikmann hvort en Stjarnan hefur fengið tvo uppalda Garðbæinga heim á láni til félagsins.

Þá gerði KA sig gildandi um páskana þegar liðið sótt Viðar Örn Kjartansson heim úr atvinnumennsku, telja margir að hann geti bætt markametið komist hann í form.

Þá er beðið eftir því að ÍA staðfesti það að Rúnar Már Sigurjónsson sé orðinn leikmaður félagsins en hann er að jafna sig eftir meiðsli en fór í æfingaferð með félaginu á dögunum.

Víkingur
Jón Guðni Fjóluson
Valdimar Þór Ingimundarson

Valur
Gylfi Þór Sigurðsson
Jónatan Ingi Jónsson
Bjarni Mark Duffield
Jakob Franz Pálsson

Stjarnan
Guðmundur Baldvin Nökkvason
Óli Valur Ómarsson

Breiðablik:
Aron Bjarnason

FH
Böðvar Böðvarsson

KR
Alex Þór Hauksson
Aron Sigurðarson
Axel Óskar Andrésson

KA
Viðar Örn Kjartansson

Fram:
Þorri Stefán Þorbjörnsson

ÍA
Rúnar Már Sigurjónsson (Gerist mjög líklega)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir farir sínar ekki sléttar eftir fund með yfirmanninum – Kona hans og börn grétu eftir tíðindin

Segir farir sínar ekki sléttar eftir fund með yfirmanninum – Kona hans og börn grétu eftir tíðindin
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einn besti leikmaður City að verða samningslaus – Guardiola segir að hann ráði för

Einn besti leikmaður City að verða samningslaus – Guardiola segir að hann ráði för
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vestri fær landsliðsmann frá Senegal – Skoraði gegn Arsenal fyrir nokkrum árum

Vestri fær landsliðsmann frá Senegal – Skoraði gegn Arsenal fyrir nokkrum árum
433Sport
Fyrir 2 dögum

FIFA gæti fengið á sig kærur eftir að Ronaldo fékk sérmeðferð

FIFA gæti fengið á sig kærur eftir að Ronaldo fékk sérmeðferð