fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Velta fyrir sér af hverju Hareide skoðaði ekki Gylfa Þór – „Farðu til Spánar og skoðaðu hann, sjáðu hann æfa“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. mars 2024 22:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson setja stórt spurningarmerki við þá ákvörðun Age Hareide, landsliðsþjálfara að velja ekki Gylfa Þór Sigurðsson í hópinn.

Draumur Íslands um sæti á EM er úr sögunni eftir sárgrætilegt tap gegn Úkraínu í kvöld sem unnu þennan úrslitaleik.

„Maður skilur að hafa ekki valið hann út frá því, einu rökin sem ég sé fyrir því að velja hann ekki er að við vitum ekki standið. Þá á að hoppa upp í vél og sjá hvernig hann stendur, hann getur hjálpað okkur ef hann getur spilað korter,“ sagði Kári Árnason.

„Svona leikmenn geta alltaf hjálpað þér, ég hefði viljað Kolbein Sigþórsson með á HM þrátt fyrir að hann hefði bara getað spilað fimm mínútur.“

Lárus Orri segir að Hareide hefði átt að fara upp í flugvél til Spánar og horfa á Gylfa æfa þar með Fylki og síðan Val.

„Það eru skiptar skoðanir um þetta, fótbolti er ekki svart og hvítt. Þetta er allt á gráum svæðum, þú átt ekki að taka menn í landslið sem eru ekki í liði og ekki að spila reglulega. En svo koma svona hlutir eins og með Gylfa, við erum að tala um Gylfa sem hefur gert allt þetta fyrir fótboltann á Íslandi. Það hefði engin kvartað, hann valdi Aron Einar fyrir áramót þegar hann var ekki að spila neitt. Farðu til Spánar og skoðaðu hann, sjáðu hann æfa með Fylki og Val.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton