fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Jói Berg: „Auðvitað er leiðinlegt að standa í svona veseni“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 23. mars 2024 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest

Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði vonast enn til að ná leiknum gegn Úkraínu á þriðjudag. Hann tók þátt í upphitun á æfingu í dag, sem og hlaupum með styrktarþjálfara, og er að skána að hans sögn.

Jóhann missti af leiknum gegn Ísrael á fimmtudag en þar tryggði Ísland sér úrslitaleik gegn Úkraínu um sæti á EM næsta sumar.

„Staðan er betri en hún var. Við tökum bara einn dag í einu. Það eru nokkrir dagar í leik. Við byggjum þetta betur upp á morgun og sjáum svo hvernig mánudagurinn fer. Ég er bara bjartsýnn á að þetta muni ganga en auðvitað er leiðinlegt að standa í svona veseni,“ segir Jóhann. „Ég mun gera allt til að vera klár í þennan leik.“

Jóhann þurfti sem fyrr segir að horfa á leikinn gegn Ísrael, sem vannst 4-1, úr stúkunni.

„Mér fannst hann mjög góður á köflum. Það eru kaflar þar sem við vitum að við getum gert betur en það er þannig í öllum fótboltaleikjum. Það var erfitt að lenda undir en þeir sýna mikinn karakter í að koma til baka og skora fjögur mörk, sem er mjög erfitt í svona leik. Þetta var mest megnis mjög gott en við þurfum að gera enn betur gegn Úkraínu.“

video
play-sharp-fill

Fáir voru á vellinum gegn Ísrael en þó létu þeir Íslendingar sem voru mættir vel í sér heyra.

„Þetta var svolítið skrýtin stemning. Það var æfingaleikjastemning yfir þessu, sem var smá skrýtið. En það var gaman að sjá Íslendingana í stúkunni og vonandi fáum við enn fleiri til Póllands.“

Það er ljóst að verkefnið gegn Úkraínu verður mjög erfitt.

„Þeir eru með góða einstaklinga en við erum með þá líka. Það verður örugglega mikil stemning á vellinum en við vitum að við þurfum að spila okkar besta leik til að spila á móti Úkraínu. En þeir vita líka að Ísland er erfitt við að eiga og við þurfum að sýna það.“

Jóhann fór á EM 2016 og HM 2018. Hann þráir að fara á annað stórmót.

„Ég væri gríðarlega til í það. Að vera einum leik frá stórmóti er gríðarlega skemmtileg staða að vera í og vonandi getum við nýtt okkur það.“

Viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Everton áfram í efstu deild

England: Everton áfram í efstu deild
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur
433Sport
Í gær

England: Liverpool mistókst að vinna West Ham

England: Liverpool mistókst að vinna West Ham
433Sport
Í gær

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“
Hide picture