Real Madrid ku hafa mikinn áhuga á því að tryggja sér þjónustu bakvarðarins Trent Alexander Arnold í janúar.
Trent er leikmaður sem flestir kannast við en hann hefur lengi verið númer eitt í hægri bakverði Englands.
Trent verður samningslaus næsta sumar en Real vill ná samkomulagi við leikmanninn í janúar þar sem hann má ræða við önnur félög.
Englendingurinn myndi þó alltaf klára tímabilið á Anfield þar sem Liverpool er í frábærri stöðu á toppi deildarinnarr.
Trent hefur ekki viljað krota undir framlengingu á samningi sínum í Liverpool og er talið að hann vilji taka við nýrri áskorun næsta sumar.