fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Faðir leikmanns Liverpool fluttur á sjúkrahús

Victor Pálsson
Laugardaginn 28. desember 2024 10:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir Luis Diaz, leikmmanns Liverpool, hefur verið fluttur á spítala í Kólumbíu en frá þessu greinir Daily Mail sem og aðrir miðlar.

Maðurinn ber nafnið Luis Manuel Diaz og er 58 ára gamall en hann ku hafa fundið fyrir verk í brjósti nú fyrir helgi.

Að svo stöddu er staða Diaz stöðug en blaðamaðurinn Hamilton Daa ræddi við Mail og staðfesti að hann væri nú á gjördeild þar í landi.

Leikmaðurinn Diaz er einn allra mikilvægasti leikmaður Liverpool og hefur spilað virkilega vel í vetur – liðið er á toppnum með sex stiga forskot.

Það eru aðeins 13 mánuðir síðan föðurnum var rænt af glæpamönnum í heimalandinu en hann komst að lokum heim til sín heill heilsu.

Faðirinn þarf mögulega að gangast undir aðgerð vegna hjartavandamála en það mun koma í ljós á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“