Federico Chiesa gæti yfirgefið Liverpool strax í janúar eftir að hafa aðeins komið við sögu í fjórum leikjum fyrir félagið.
Chiesa gekk í raðir Liverpool frá Juventus í sumar en hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla og virðist þá ekki inni í myndinni hjá Arne Slot, stjóra Liverpool.
Samkvæmt fréttum frá Ítalíu hefur Atalanta þar í landi áhuga á að fá Chiesea til liðs við sig í janúar. Myndi hann þá fara á láni en vill Atalanta hafa möguleika á að kaupa hann endanlega næsta sumar.
Chiesa er 27 ára gamall og á að baki 51 A-landsleik fyrir hönd Ítalíu.