fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 23. desember 2024 13:43

Stígur Diljan er í hópnum. Mynd: Víkingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur hefur fest kaup á hinum 18 ára gamla Stíg Diljan Þórðarsyni.

Stígur kemur frá Triestina á Ítalíu, en þangað fór hann frá Víkingi 2022. Á hann að baki fjóra leiki fyrir meistaraflokk Víkings.

„Stígur er hávaxinn, stór og mikill. Gríðarlega kröftugur strákur sem er fastur fyrir. Ef ég má sletta aðeins þá væri orðið „powerhouse“ það sem mér finnst lýsa honum best. Stígur er að taka rétta skrefið á sínum knattspyrnuferli og við væntum mikils af honum hér í Víkinni á næstu árum,“ segir Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, um koma leikmannsins.

Tilkynning Víkings
Knattspyrnudeild Víkings og ítalska liðið Triestina hafa komist að samkomulagi um kaup Víkings á Stíg Diljan Þórðarsyni (2006). Stígur á 4 leiki fyrir meistaraflokk Víkings og hans fyrsti leikur var gegn Keflavík árið 2022 þegar hann kom inn á fyrir Viktor Örlyg Andrason í 4-1 sigri gegn Keflavík í Bestu deildinni. Stígur var keyptur til Benfica í Portúgal árið 2022, þá aðeins 16 ára gamall og sumarið 2024 færði hann sig til Triestina á Ítalíu.

Stígur á 19 leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað í þeim 5 mörk. Árið 2024 var hann valinn í U-19 landslið Íslands og spilaði þar 6 leiki og skoraði í þeim 1 mark.

Gefum Kára Árnasyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Víking orðið:

„Stígur er hávaxinn, stór og mikill. Gríðarlega kröftugur strákur sem er fastur fyrir. Ef ég má sletta aðeins þá væri orðið „powerhouse“ það sem mér finnst lýsa honum best. Stígur er að taka rétta skrefið á sínum knattspyrnuferli og við væntum mikils af honum hér í Víkinni á næstu árum.“

Knattspyrnudeild Víkings býður Stíg Diljan hjartanlega velkominn aftur í Hamingjuna!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tjáir sig eftir að ástmaður hennar í blóma lífsins lést í hræðilegu slysi fyrir helgi – „Sem ég mun elska að eilífu“

Tjáir sig eftir að ástmaður hennar í blóma lífsins lést í hræðilegu slysi fyrir helgi – „Sem ég mun elska að eilífu“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gummi Ben birtir skilaboðin sem Sigurður Egill fékk frá Val á Messenger – Túfa tjáð að hann hafi ekkert að segja um leikmenn

Gummi Ben birtir skilaboðin sem Sigurður Egill fékk frá Val á Messenger – Túfa tjáð að hann hafi ekkert að segja um leikmenn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tobias Thomsen vill fara frá Breiðablik og halda heim á leið

Tobias Thomsen vill fara frá Breiðablik og halda heim á leið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Breiðablik þarf að borga KSÍ fyrir Ólaf Inga

Breiðablik þarf að borga KSÍ fyrir Ólaf Inga