fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Hélt framhjá kærustunni með frægri fyrirsætu: Hún hélt að ástin væri í loftinu – ,,Hann niðurlægði og notaði mig“

433
Sunnudaginn 22. desember 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum leikmaður Chelsea hélt framhjá með OnlyFans stjörnu á sínum tíma en það er fyrirsætan sjálf, Paola Saulino, sem greinir frá.

Saulino og fótboltamaðurinn hittust fyrst á djamminu, áður en þau stunduðu kynlíf í bíl. Samband þeirra stóð yfir í einhvern tíma áður en Saulino sagði stopp.

Hún segir að stjarnan hafi beðið um nektarmyndir daglega og var hann duglegur að hafa samband á óviðeigandi hátt á verstu tímum.

Saulino vonast til þess að með því að segja sína sögu geti hún varað aðrar konur við óheiðarlegum knattspyrnumönnum.

„Hann kynnti sig strax fyrir mér og gat í raun ekki tekið augun af mér. Við hlógum saman og áttum frábæra tíma saman. Mér líkaði mjög vel við hann,“ segir Saulino um fyrstu kynni þeirra. Þau hafi svo sofið saman í bíl og farið á djammið og hittust nokkrum sinnum í kjölfarið.

Eftir þetta var fótboltamaðurinn í miklu sambandi við Saulino. „Hann bað mig um nektarmyndir á hverjum degi. Hann bað oft um eina mynd í viðbót. Stundum sendi ég honum myndir seint á kvöldin svo hann gæti séð þær þegar hann vaknaði.“

Þau hittust oft í Lundúnum, fóru út að borða og slíkt. Saulino er vel efnuð og segist hafa eytt meira en hann á stefnumótum þeirra. Svo lauk sambandinu hins vegar skyndilega. Leikmaðurinn endaði það með símtali.

„Mér fannst ég niðurlægð. Hann lét mig elska sig en kom svo illa fram við mig. Ég sá hann fyrir hvað hann var, slæman mann sem lýgur og ber enga virðingu fyrir öðru fólki. Hann notaði mig og hélt framhjá kærustu sinni. Hvernig maður er þetta?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona