fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Tók eina ótrúlegustu ákvörðun í sögu bransans: Rak hvern einn og einasta úr starfi – ,,Einn erfiðasti dagur í mínu lífi“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 19. desember 2024 19:30

Husic hér til hægri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru fáir með jafn kröfuharðann yfirmann og lið Sloboda Tuzla sem spilar í efstu deildinni í Bosníu og er í miklum vandræðum eftir 17 leiki.

Sloboda hefur ekki unnið leik á öllu tímabilinu og er í botnsæti deildarinnar með aðeins tvö stig.

Gengið hefur svo sannarlega verið ömurlegt en liðið hefur gert tvö jafntefli og tapað 15 ásamt því að skora aðeins fimm mörk og fá á sig 36.

Það eru heil 19 stig í öruggt sæti í deildinni og hefur eigandi félagsins því ákveðið að taka málin í sínar hendur.

Azmir Husic, eigandi liðsins, hefur ákveðið að reka alla leikmenn Sloboda sem og þjálfara liðsins og vill endurbyggja á næstu vikum og mánuðum.

Vetrarfríið ef farið af stað í Bosníu en næsti leikur Sloboda er um miðjan febrúar og er því nægur tími til stefnu.

Það eru enn 16 leikir eftir í deildarkeppninni og er Huzic sjálfur vongóður að með réttum leikmönnum geti félagið haldið sér uppi í efstu deild.

Til að bæta gráu ofan á svart þá er félagið í töluverðum fjárhagsvandræðum en Huzic virðist sjálfur vera vongóður varðandi framhaldið.

,,Þetta var einn erfiðasti dagurinn í mínu lífi. Ég þurfti að tjá öllum leikmönnum að þeir væru ekki lengur hluti af félaginu,“ sagði Huzic.

,,Við höfum nú þegar látið alla leikmennina fara og ég er búinn að ræða við Nalic þjálfara og okkar samstarfi er lokið.“

,,Ég er þó sannfærður um að við getum fengið inn betra lið en það sem við vorum með í höndunum sem hefur fengið tvö stig hingað til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Kompany krotar undir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu mark Íslendingsins unga í Meistaradeildinni í kvöld

Sjáðu mark Íslendingsins unga í Meistaradeildinni í kvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

17 ára gamall Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni – Stórliðin flest með sigra

17 ára gamall Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni – Stórliðin flest með sigra
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Emil Pálsson ráðinn til Blika

Emil Pálsson ráðinn til Blika
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu

Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri
433Sport
Í gær

Skuldahali Barcelona opinberaður – Skulda fyrir leikmenn sem þeir eru búnir að selja

Skuldahali Barcelona opinberaður – Skulda fyrir leikmenn sem þeir eru búnir að selja