Jordan Henderson var spurður út í hugsanlega endurkomu til uppeldisfélagsins Sunderland frá Ajax.
Hinn 34 ára gamli Henderson gekk í raðir Ajax síðasta vetur eftir stutta dvöl í Sádi-Arabíu, þangað sem hann fór frá Liverpool eftir 12 ár 12 ára dvöl þar.
Hann ræddi við staðarmiðilinn Sunderland Echo um hugsanlega endurkomu þangað, en liðið spilar í ensku B-deildinni.
„Þetta er félagið mitt, allt frá því ég var 6-7 ára gamall var ég í stúkunni,“ sagði hann, en vill þó vera áfram í Hollandi.
„Ég vona samt að ég verði áfram hjá Ajax. Mér líkar mjög vel við mig hér.“
Henderson hefur spilað 25 leiki Ajax á tímabilinu og átt fjórar stoðsendingar í þeim.