fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Fjalar ráðinn til Vals

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. desember 2024 17:00

Mynd: Valur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn reynslumikli Fjalar Þorgeirsson hefur verið ráðinn markmannsþjálfari Vals. Félagið staðfestir þetta í tilkynningu.

Tilkynning Vals
Knattspyrnufélagið Valur hefur ráðið Fjalar Þorgeirsson sem nýjan markmannsþjálfara félagsins. Fjalar mun bera ábyrgð á þjálfun markmanna meistaraflokks kvenna og í elstu yngri flokkum félagsins.

Fjalar er reynslumikill markmaður með yfir 200 leiki í efstu deild á Íslandi og hefur leikið fyrir lið eins og Þrótt, Fram, Fylki, KR auk Vals. Hann á að baki fimm landsleiki fyrir Íslands hönd.

Eftir að leikmannaferli hans lauk hefur Fjalar starfað sem markmannsþjálfari hjá Stjörnunni og FH, auk þess sem hann hefur þjálfað hjá Knattspyrnusambandi Íslands frá árinu 2018. Síðan árið 2023 hefur hann gegnt starfi markmannsþjálfara A-landsliðs karla. Fjalar er með meistaragráðu í íþróttavísindum og þjálfun frá Háskólanum í Reykjavík.

Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir:

„Við erum afar ánægð með að fá Fjalar til liðs við okkur. Reynsla hans og þekking mun styrkja markmannsþjálfunina hjá félaginu, bæði hjá meistaraflokki kvenna og í yngri flokkum. Það er mikilvægt að hlúa að efnilegum markmönnum og skapa umhverfi þar sem þeir geta þróast og náð árangri. Þetta er liður í vinnu okkar í stjórninni að bæta umgjörð og fagmennsku þegar kemur að fótboltanum í Val.“

Fjalar Þorgeirsson segir sjálfur að hann hlakki til að takast á við nýjar áskoranir með Val:

„Eftir að sú hugmynd kom upp að ég kæmi inn í þjálfun hjá Val leyst mér strax vel á. Bæði vegna þess að Hlíðarendi er annað heimili okkar fjölskyldunnar og ég veit að það er gríðarlegur efniviður í félaginu. Þarna eru markmenn sem geta náð mjög langt og það er okkar að búa til umhverfi sem styður við þessa krakka. Við Kjartan Sturlu (markmannsþjálfara meistaraflokks karla) tölum mikið saman og ég mun vinna þétt með honum og öðrum þjálfurum í félaginu. Það eru mjög spennandi tímar framundan.“

Knattspyrnufélagið Valur býður Fjalar Þorgeirsson hjartanlega velkominn til starfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Séríslenskt fyrirbæri – „Það er alls ekki algengt“

Séríslenskt fyrirbæri – „Það er alls ekki algengt“
433Sport
Í gær

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Í gær

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“