fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433

KSÍ auglýsir tvö þjálfaranámskeið

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 13. desember 2024 17:00

Frá höfuðstöðvum KSÍ / Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ mun halda tvö KSÍ C 1 þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í janúar. Það fyrra verður helgina 11.-12. janúar og það síðara verður helgina 18.-19. janúar. Þau námskeið fara fram á íslensku og gerð er sú krafa að þátttakendur hafi góðan skilning á tungumálinu.

Þátttakendur fá aðgang að kennsluforritinu Canvas eftir að skráningu lýkur. Fram að námskeiði þurfa þátttakendur að nýta tímann til undirbúnings, horfa á fyrirlestra, svara spurningum úr einstaka fyrirlestrum og undirbúa umræðuefni.

Ath. – skráningu á fyrra námskeiðið lýkur 3. janúar og skráningu á síðara námskeiðið lýkur 10. janúar.

Námskeiðið er opið öllum sem áhuga hafa en aldurstakmark er á námskeiðið. Þátttakendur þurfa að vera fæddir árið 2009 eða fyrr.

Dagskrá námskeiðsins er að finna hér að neðan. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.

Dagskrá

Námskeiðsgjald er 35.000 kr.

Markmið KSÍ C þjálfaranámskeiðsins er að gefa þjálfurum tæki og tól til að:

-Búa börnum og unglingum öruggt umhverfi til að stunda knattspyrnu
-Skipuleggja æfingar
-Efla færni sína í þjálfun/kennslufræði
-Bjóða iðkendum upp á æfingar við hæfi

Skráning:

11.-12. janúar (skráningu lýkur 3. janúar)
18.-19. janúar (skráningu lýkur 10. janúar)

Ath. af gefnu tilefni fylgja hér fyrir neðan reglur fræðslunefndar KSÍ um mætingu á þjálfaranámskeið:

-Fjarvist vegna KSÍ: (t.d. leikir í móti og landsliðsæfingar) að hámarki 4 kennslustundir. 5 kennslustundir þýðir nýtt námskeið.
-Fjarvist af öðrum ástæðum: að hámarki 2 kennslustundir. 3-4 kennslustundir þýðir verkefni. 5 kennslustundir þýðir nýtt námskeið.

Vinsamlegast athugið að mót á vegum KSÍ eru Lengjubikar, Bikarkeppni KSÍ og Íslandsmót. Önnur mót eru ekki á vegum KSÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skjöl úr dánarbúinu opinberuð – Sonur hans fær hátt í 700 milljónir

Skjöl úr dánarbúinu opinberuð – Sonur hans fær hátt í 700 milljónir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fjöldi aðila var 30 sekúndum frá dauðanum þegar hreyfill sprakk í loft upp – „„Þegar tíminn þinn rennur út, þá er það bara búið“

Fjöldi aðila var 30 sekúndum frá dauðanum þegar hreyfill sprakk í loft upp – „„Þegar tíminn þinn rennur út, þá er það bara búið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hafður að háð og spotti eftir misheppnaða hárígræðslu – „Eins og það hefði verið teiknað í Microsoft Paint“

Hafður að háð og spotti eftir misheppnaða hárígræðslu – „Eins og það hefði verið teiknað í Microsoft Paint“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pogba tekur að sér nýtt verkefni í lífinu – Hannar fatalínu og fyrsta upplag er komið í sölu

Pogba tekur að sér nýtt verkefni í lífinu – Hannar fatalínu og fyrsta upplag er komið í sölu
433Sport
Í gær

Aðalsteinn Jóhann hætti á Húsavík í gær en mætti í nýtt starf á Akureyri í kvöld

Aðalsteinn Jóhann hætti á Húsavík í gær en mætti í nýtt starf á Akureyri í kvöld
433Sport
Í gær

Matthías kveður sviðið á laugardag eftir frábær tuttugu ár – „Hefur gefið mér vináttu til lífstíðar og minningar sem ég mun aldrei gleyma“

Matthías kveður sviðið á laugardag eftir frábær tuttugu ár – „Hefur gefið mér vináttu til lífstíðar og minningar sem ég mun aldrei gleyma“