Það eru margir farnir að kannast við leikmann að nafno Estevao Willian sem leikur með Palmeiras í Brasilíu.
Estevao er oft kallaður ‘Messinho’ í heimalandinu en hans leikstíll er talinn líkjast leíkstíl Lionel Messi.
Messi er nafn sem allir kannast við en hann er í dag hjá Inter Miami sem mun spila við Palmeiras í HM félagsliða á næsta ári.
Estevao ætlar sér að ná í treyju Messi áður en hann heldur til Englands sumarið 2025 en hann hefur gert samning við Chelsea.
,,Ég ætla að biðja hann um treyjuna! Kannski get ég líka og skorað og við vinnum leikinn,“ sagði Estevao.
,,Það mikilvægasta er að við náum að vinna leikinn.“