Á næstu leiktíð tekur nýr aðili við hinum geisivinsæla sjónvarpsþætti Match of the Day á BBC af Gary Lineker.
Lineker hefur stýrt þættinum, þar sem farið er yfir leikina í ensku úrvalsdeildinni, í 25 ár en hann hættir eftir þessa leiktíð.
Mörg nöfn hafa verið nefnd til sögunnar en nú er nýtt nafn komið fram sem það líklegasta til að taka við samkvæmt veðbönkum.
Um er að ræða hina 51 árs gömlu Gabby Logan. Hún er mikill reynslubolti í heimi fjölmiðla og er starfsmaður á BBC í dag. Á yngri árum var hún fimleikakona.
Á eftir henni í veðbönkum kemur Mark Chapman, einnig á BBC og svo kemur Kelly Kates, sem starfar fyrir BBC, Sky Sports og ESPN.