Michail Antonio var hvorki fullur eða dópaður þegar hann klessukeyrði Ferrari bifreið sína á laugardag. Lögreglan staðfestir þetta við ensk blöð.
Antonio slapp ótrúlega úr slysinu. Antonio fótbrotnaði alvarlega og er líklega fótboltaferill hans á enda. Talið er hið minnsta öruggt að hann verði frá í heilt ár.
Antonio var að keyra í Essex hverfinu fyrir utan London þegar hann klessti á tré.
„Ég heilsaði honum til að reyna að sjá hvort einhver væri á lífi, ég heyrði í sírenum og sagði honum að hjálp væri á leiðinni,“ segir maðurinn sem var fyrstur á vettvang um málið.
„Hann var áttavilltur og sagði ´Hvar er ég? Hvað gerðist? Í hvaða bíl er ég?’,“ segir Woods að Antonio hafi sagt.