Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen hafa mikinn áhuga á ungstirni Real Madrid, Arda Guler, samkvæmt Sky í Þýskalandi.
Hinn 19 ára gamli Guler er með mest spennandi leikmönnum heims og heillaði hann með Tyrkjum á EM í sumar. Hann gekk í raðir Real Madrid fyrir síðustu leiktíð.
Sem stendur hefur Real Madrid engan áhuga á að selja Guler en Leverkusen hyggst reyna að selja honum það næsta sumar að taka að sér stærra hlutverk í Þýskalandi heldur en staðan er í spænsku höfuðborginni.
Leverkusen hefur sett sig í samband við fulltrúa Guler að sögn Sky, en ekki fulltrúa Real Madrid.