Það voru heitar umræður í hlaðvarpinu Dr. Football þegar rætt var um þau gæði sem eru í fótboltanum í Sádí Arabíu, Gunnar Birgisson starfsmaður RÚV er ekki hrifin af fótboltanum í þar og heldur því fram að nánast enginn horfi á leiki þar.
Hjörvar Hafliðason er á öðru máli en hann horfði á stórleik úr deildinni um helgina og var hrifin.
„Þessi leikur Al-Ittihad og Al-Nassr, tempóið og stemmingin. Maður var bara vá,“ sagði Hjörvar í hlaðvarpinu sínu í dag.
Gunnar Birgisson fór að tala um tölur og mælingar í Frakklandi þar sem áhuginn virðist ekki mikill „Af hverju ná þeir ekki að markaðssetja sig fyrir Evrópu, fyrir fólkinu í Evrópu. Af hverju eru fjögur þúsund manns að horfa á stórleiki Al-Nassr í Evrópu? Samkvæmt frönskum blöðum voru 4 þúsund sem horfðu á leik Al-Nassr og Daamac, þetta eru gögn. Þeir tala ekki vitleysu þar, það er sagt í þessari fyrirsögn að þetta sé katastrófa.“
Hjörvar segir það mælanlegan árangur að gular Al-Nassr treyjur sjáist nú út um allan heim. „Success er að sonur minn á þrjá búninga úr Sádí deildinni, krakkarnir á æfingunum eru í Sádí búningum. Ég sé gulan Ronaldo búning út um allt.“
„Maður hefur séð mann eins og Ivan Toney sem tók yfir enska boltann í veseni þarna.“
Gunnar gafst ekki upp í rökræðum sínum við Hjörvar og sagði. „Hvað getur Sádí deíldin gert? Hvað geita þeir gert til að glæða þetta einhverju lífi?“
Talið barst svo út í mælingar um áhorf í Sjónvarpi. „Það er ekki verið að mæla eitt eða neitt, er ekki Gallup eitt að mæla fyrir Rúv. Hefur þú hitt einhvern með mæli?,“ sagði Hjörvar við Gunnar.
Gunnar sagðist vita um aðila með mæli frá Gallup til að skoða áhorf á Rúv en sagði einnig. „Ég má ekki segja hver það er?.“
Hjörvar segir engan í dag vera með þessa mæla og ekki því sé hægt að taka mark á tali um áhorf í sjónvarpi lengur. „Þetta er bullshit, það er enginn með þetta. Ég hef enga trú á þessum tölum, enga trú á þessum tölum um áhorf á leik í Sádí í Frakklandi. Þessar tölur eru hvergi gefnar út, þetta er gjamm. Þú þekkir engan með mæli, þetta er bullshit. Þetta eru breyttir tímar, mælingar verða skakkari og skakkari. Það er enginn í mælingum nema íslenska ríkið hjá Gallup, ríkið eru síðastir í öllu,“ sagði Hjörvar og var beittur í sínu máli.