William Saliba, leikmaður Arsenal, virðist slá á orðróma um að hann sé á leið til Real Madrid í nýju viðtali.
Franski miðvörðurinn er reglulega orðaður við Real Madrid, en hann er samningsbundinn Arsenal til 2027.
„Mér líður eins og heima hjá mér. Ég kom hingað fyrir meira en fimm árum en er samt bara á þriðja tímabilinu mínu. Ég nýt þess mjög að vera hérna, leikmennina, starfsfólkið og stuðningsmenn,“ sagði Saliba, sem var lánaður út fyrstu tímabilin hjá Arsenal.
Saliba var svo spurður að því hvort hann sjái fyrir sér að vera lengi hjá Arsenal.
„Mér finnst ég vera eins og heima hjá mér svo af hverju ekki?“ svaraði hann.
Saliba hefur verið frábær fyrir Arsenal undanfarin ár og spilað stóra rullu í titilbaráttu liðsins.