fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Opinbera tvær fundargerðir sem varpa nýju ljósi á málefni Hareide í Laugardalnum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. desember 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn KSÍ fundaði í tvígang dagana á undan áður en kynnt var að Age Hareide hefði óskað eftir því að hætta störfum. Það eina sem rætt var á þessum fundum var framtíð þjálfarans.

Til umræðu hafði verið í tvo mánuði að KSÍ ætlaði að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi Hareide sem var í gildi í lok nóvember. Margir draga það í efa að Hareide hafi hætt sjálfviljugur og sú staðreynd að stjórnin fundaði í tvígang um mál hans ýtir undir það.

Þorvaldi Örlygssyni formanni KSÍ var meðal annars falið að ræða við Hareide og taka málið áfram eins og það er orðað í fundargerð sambandsins.

Stjórnin fundaði fyrst þann 22. nóvember og var eina málið á dagskrá málefni Hareide með A-landslið karla. Sá fundur stóð. yfir í 90 mínútur.

„„Rætt um þjálfaramál A landsliðs karla. Endurskoðunarákvæði þjálfarans Åge Hareide er virkt frá 20.-30. nóvember. Jörundur Áki Sveinsson sviðsstjóri knattspyrnusviðs fór yfir verkefni, umgjörð og árangur A landsliðs karla á tíma Hareide sem þjálfara liðsins. Stjórnarmenn ræddu málin og góðar umræður sköpuðust,“ sagði í fundargerð en boðað var aftur til fundar tveimur dögum síðar.

Fundurinn á sunnudeginum tók 40 mínútur og segir í fundargerð. „Umræðum fram haldið frá síðasta fundi þar sem fundarefnið var hið sama, þjálfaramál A landsliðs karla og endurskoðunarákvæðið sem er virkt 20.-30. nóvember. Formaður og aðrir stjórnarmenn tóku til máls. Stjórn KSÍ samþykkti að fela formanni að ræða við þjálfarann og taka málið áfram,“ segir í fundargerð KSÍ.

Það var svo degi síðar sem tilkynnt var að Age hefði sjálfur ákveðið að hætta en eins og fyrr segir draga margir það í efa enda hafði mikið verið rætt um það að Þorvaldur og hans stjórn vildi skipta Hareide út. Ekki er búið að ráða eftirmann hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Í gær

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning