Chelsea er búið að semja við strák sem ber heitið Mathis Eboue en hann þykir vera afskaplega efnilegur leikmaður.
Það er blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem fullyrðir þessar fréttir en hann er mjög virtur í félagaskiptaheiminum.
Eboue er 15 ára gamall en hann kemur til Chelsea frá Watford þar sem hann hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína.
Það eru margir sem kannast við föður leikmannsins, Emmanuel Eboue, sem gerði garðinn frægan með Arsenal.
Mathis mun leika með akademíu Chelsea til að byrja með en hann spilar framarlega á vellinum og getur leyst nokkrar stöður.