fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Segir fólk sýna Pulis vanvirðingu með samlíkingunni – ,,Saka kæmist ekki í þetta Stoke lið“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 8. desember 2024 16:36

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Troy Deeney segir að það sé vanvirðing við Stoke og Tony Pulis að bera Arsenal saman við félagið er það lék í efstu deild á sínum tíma.

Arsenal er duglegt að skora mörk úr föstum leikatriðum og þá aðallega hornspyrnum – eitthvað sem Pulis og hans menn gerðu mikið af á árum áður.

Undanfarið hefur Arsenal verið líkt við Stoke en Deeney sem er fyrrum leikmaður Watford meðal annars segir að það sé fáránleg samlíking.

,,Ef eitthvað er þá er þetta vanvirðing viðö Tony Pulis. Hann gerði frábæra hluti með miðlungslið Stoke og hélt þeim í ensku úrvalsdeildinni og það var víst bara útaf föstum leikatriðum?“ sagði Deeney.

,,Kannski ættu öll liðin að spila þennan frábæra fótbolta eins og Southampton og fá mikinn skít fyrir að vera á botninum.“

,,Ég var á vellinum á miðvikudaginn. Þetta var ömurlegur leikur og Mikel Arteta og hans menn unnu með tveimur mörkum úr hornspyrnu.“

,,Ég spilaði gegn Stoke liði Pulis og þeir voru langt frá því að vera eins og Arsenal. Bukayo Saka kæmist ekki í þetta Stoke lið.“

,,Það er ekki því hann er ekki nógu góður heldur spilamennska liðsins var allt öðruvísi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf