Jose Mourinho hefur engan áhuga á að vinna aftur með Cristiano Ronaldo en hann var spurður út í mögulega komu leikmannsins í gær.
Ronaldo og Mourinho unnu saman hjá Real Madrid á sínum tíma en sá fyrrnefndi er 39 ára gamall í dag og leikur í Sádi Arabíu.
Mourinho er þá þjálfari Fenerbahce í Tyrklandi og er ánægður með þann hóp sem hann er með í höndunum.
,,Cristiano Ronaldo mun ekki koma hingað. Fyrsta ástæðan er að ég er með þrjá góða framherja og ég vil ekki annan,“ sagði Mourinho.
,,Cristiano verður alltaf Cristiano en ég vil ekki fá hann því ég er ánægður með mína framherja.“
,,Hann fær þá peninga sem hann fær í Sádi Arabíu og vill skora 1000 mörk. Hvað fær hann til að koma til Tyrklands fyrir fegurðina í Instanbul?“