Zinedine Zidane hefur ekki áhuga á að snúa aftur til Real Madrid og taka við starfi Carlo Ancelotti.
Þetta fullyrðir spænski miðillinn Cadena SER en Zidane hefur verið orðaður við þriðju endurkomuna.
Frakkinn náði stórkostlegum árangri sem stjóri Real og vann Meistaradeildina þrisvar og deildina tvisvar.
Cadena SER segir hins vegar að Zidane sé ekki opinn fyrir því að taka við að svo stöddu þar sem hann myndi aðeins fá samning út tímabilið.
Real vill ráða Xabi Alonso til starfa 2025 og eftirmaður Ancelotti yrði líklega ráðinn inn til að klára leiktíðina.
Raúl, önnur goðsögn Real, er orðaður við starfið en eftir fimm töp í vetur er Ancelotti undir mikilli pressu í Madríd.