Liverpool er búið að bjóða stórstjörnunni Mohamed Salah samning en frá þessu greinir David Ornstein í kvöld.
Ornstein er mjög virtur blaðamaður hjá the Athletic en hann segir þó að engu samkomulagi hafi verið náð.
Greint er frá því að boðið sé nú komið í hendur Salah en hvort hann skrifi undir eða sé nálægt því er óljóst.
Salah er þriðja stjarna Liverpool sem hefur fengið boð á síðustu dögum en hinir tveir eru þeir Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk.
Trent er sterklega orðaður við brottför til Spánar en Real Madrid ku hafa mikinn áhuga á að næla í hann 2025.
Allir þrír leikmennirnir verða samningslausir næsta sumar.