Stórstjörnur frá Hollywood voru mættar til Sádi Arabíu til að fylgjast með stórleik Al-Nassr og Al-Ittihad þar í landi.
Leikararnir Vin Diesel og Michael Douglas voru í stúkunni í þessari viðureign sem lauk með 2-1 sigri Al-Nassr.
Cristiano Ronaldo er leikmaður Al-Nassr sem og aðrar stjörnur en Karim Benzema er þá á mála hjá Al-Ittihad.
Þessi ágæti leikur er þó ekki ástæðan fyrir komu stjarnanna til Sádi en þeir voru boðaðir á kvikmyndahátíðina Read Sea International.
Hvort þessir ágætu menn séu knattspyrnuaðdáendur er óljóst en þeir hafa báðir gert það gott í kvikmyndaheiminum í mörg ár.
Vin Diesel est présent ce soir ! pic.twitter.com/BFEKxjO1iq
— SPL 🇸🇦 (@ActuSPL) December 6, 2024