Athletic fullyrðir nú að Barcelona sé tilbúið að selja miðjumanninn Frenkie de Jong í janúarglugganum.
De Jong er ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna Barcelona og hefur fengið kaldar kveðjur í undanförnum leikjum liðsins.
Um er að ræða hollenskan landsliðsmann sem er 26 ára gamall og kostaði 80 milljónir evra frá Ajax á sínum tíma.
Greint var frá því fyrr í vikunni að verðmiði De Jong væri ekki hár en hann ku vera fáanlegur fyrir 20 milljónir evra.
Athletic segir að það sé nú markmið Barcelona að losa Hollendinginn af launaskrá strax í janúarglugganum sem opnar á nýju ári.
Manchester United reyndi mikið að fá De Jong á sínum tíma en þá var félagið undir stjórn Erik ten Hag.