fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Reyndi að halda framhjá mánuði eftir giftinguna: Sagði aldrei sannleikann – ,,Hann hugsaði um einn hlut og það var kynlíf“

Victor Pálsson
Laugardaginn 7. desember 2024 12:30

Donna Tierney

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mjög þekkt stjarna sem komst á forsíður um allan heim fyrir ekki svo löngu síðan en sú ágæta stjarna ber nafnið Jermain Defoe og er um fyrrum fótboltamann að ræða.

Enski miðillinn Sun rifjar upp ansi óboðlega hegðun Defoe nú um helgina en þar er fjallað um atvik sem átti sér stað árið 2022.

Defoe sem gerði garðinn frægan með Tottenham og lék einnig með enska landsliðinu giftist konu að nafni Donna Tierney fyrir um tveimur árum síðan.

Mánuði eftir giftinguna var Defoe byrjaður að leita annað en ónefnd kona staðfestir það í samtali við Sun og fer ekki fögrum orðum um fyrrum ensku stjörnuna.

Defoe í eigin brúðkaupi.

Það var Defoe sem hóf sambandið í gegnum forritið WhatsApp en til að byrja með hafði hún ekki hugmynd um að hann væri í sambandi og hvað þá giftur.

Samband Defoe og Donna entist ekki lengi en þau skildu nokkrum mánuðum síðar.

,,Ég kynntist Jermain fyrst á skemmtistað fyrir mörgum árum og sambandið var mjög vinalegt til að byrja með. Við héldum einhverju sambandi í gegnum WhatsApp en á þessum tímapunkti hafði ég ekki rætt við hann í langan tíma,“ sagði konan.

,,Það var í júlí 2022 sem hann byrjaði að senda á mig mörg og mismunandi skilaboð. Hann vildi mikið hitta mig og í kjölfarið byrjuðum við að senda kynferðisleg skilaboð til hvors annars.“

,,Ég áttaði mig fljótlega á því að hann var að hugsa um einn hlut, aðeins einn hlut og það var kynlíf. Seinna fékk ég þær fréttir að hann væri giftur og þá steig ég á bremsuna. Þessu sambandi var lokið.“

,,Konan hans átti þetta ekki skilið. Hvernig maður ertu ef þú kemur svona fram? Þú varst að lofa því að eyða ævinni með annarri manneskju. Hann taldi sig vera voldugan, þessi frægi og ríki fótboltamaður. Ég sá engan tilgang í að ræða frekar við hann og lokaði á öll samskipti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum