fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Jóhanna ráðin til starfa sem framkvæmdarstjóri Vals

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. desember 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhanna Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdarstjóra Vals frá 1. janúar næstkomandi og tekur við af Styrmi Þór Bragasyni.

Styrmir tók til starfa á þessu ári en lætur af störfum. Jóhanna hefur unnið hjá Embla Medical undanfarið samkvæmt samfélagsmiðlum.

„Ég er þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt að taka við jafn sterku íþróttafélagi og Valur er, með 113 ára sögu í íslensku íþróttasamfélagi. Hlíðarendi er einstakur staður, og ég hlakka til að vinna með því frábæra starfsfólki, stjórnum, sjálfboðaliðum, foreldrum og iðkendum sem fylla húsið alla daga,“ segir Jóhanna

„Ég tel að okkur beri skylda til þess að bjóða börnum og unglingum upp á öruggan stað til þess að vaxa og dafna á sem einstaklingar, ekki bara sem íþróttafólk. Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur, og ég hlakka til að vinna að áframhaldandi uppbyggingu og vexti þessa framsækna félags. Áfram hærra!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar