fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Brast í grát þegar hann yfirgaf vinnustað sinn til sjö ára – Getur huggað sig við 30 milljarða sem hann þénaði

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. desember 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum leikmaður Chelsea, Oscar hefur yfirgefið Shanghai Shenuha í Kína eftir að hafa verið þar í sjö ár sem leikmaður. Hann er síðasti leikmaðurinn sem yfirgefur deildina á ofurlaunum.

Fyrir nokkrum árum ákvað deildin í Kína að banna þau ofurlaun sem voru hjá nokkrum leikmönnum deildarinnar.

Oscar var hins með samning og hélt áfram að þéna 25 milljónir punda á tímabili. Oscar var hjá Shanghai í sjö ár og þénaði á þeim tíma 30 milljarða.

Hann kom til félagsins árið 2017 frá Chelsea fyrir 60 milljónir punda og vann deildina í þrígang í Kína.

Oscar er 33 ára gamall og fer frítt frá félaginu en það getur ekki boðið honum laun sem hann getur sætt sig við.

Oscar er orðaður við lið í Evrópu en gæti einnig farið heim til Brasilíu þar sem Internacional vill fá hann.

„Eina markmið okkar er að fá Oscar, ég vil fá hann,“ segir Eduardo Coudet þjálfari Internacional.

Oscar var í fjögur og hálft ár hjá Chelsea áður en hann fór til Kína en hann náði að stækka bankabókina þar og heldur nú í nýtt ævintýri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar