fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Þorvaldur hefur ekki tekið upp tólið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 5. desember 2024 13:59

Þorvaldur tók við sem formaður KSÍ fyrir tæpu ári. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúm vika er frá því að Age Hareide hætti sem landsliðsþjálfari Íslands en KSÍ hefur ekki hafið samtal við Víking um Arnar Gunnlaugsson.

Arnar og Freyr Alexandersson eru mest orðaðir við starfið og umræðan um Arnar verið mjög hávær um langt skeið.

Víkingur hefur hins vegar ekki fengið simtal frá KSÍ. Þetta segir Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkinga, í samtali við Fótbolta.net.

Venjan hjá KSÍ hefur verið að formaður sambandsins leiði viðræður við þjálfara A-landsliðs og því er það Þorvaldur Örlygsson sem sér um þau mál í dag.

KSÍ þarf að borga fyrir bæði Arnar og Freyr, Arnar er með samning við Víking og Freyr er með samning við Kortrijk í Belgíu.

Ekki er vitað til þess að KSÍ sé byrjað að hefja formlegt eða óformlegt samtal við Frey en samkvæmt heimildum 433.is hefur KSÍ átt nokkur óformleg samtöl við þá aðila sem sjá um mál Arnars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Rekinn eftir dapurt gengi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun