Spænski landsliðsmaðurinn Rodri hefur ráðlag félagi sínu að kaupa samlanda sinn og samherja úr landsliðinu.
Samkvæmt enskum blöðum vill Rodri sjá City kaupa Nico Williams.
Williams er kantmaður Athletic Bilbao en hann vakti mikla athygli fyrir vaska framgöngu á Evrópumótinu síðasta sumar.
Williams var mikið orðaður við Barcelona í sumar en fór ekki og nú gæti City komið á borðið.
Vitað er að City hefur talsvert mikla fjármuni í janúar til að eyða og gæti félagið horft til Williams.