Chelsea virðist vera hætt við það að fá til sín sóknarmanninn öfluga Victor Osimhen sem spilar í dag með Galatasaray.
Frá þessu greina þónokkrir miðlar en Osimhen er samningsbundinn Napoli og var lánaður til Tyrklands í sumar.
Chelsea sýndi Osimhen mikinn áhuga í sumar en eftir frammistöðu Nicolas Jackson á tímabilinu telur félagið sig ekki þurfa á körftum leikmannsins að halda.
Staðan gæti þó mögulega breyst ef Chelsea selur Christopher Nkunku í janúar en hann fær ekki að byrja leiki í ensku úrvalsdeildinni.
Nkunku er markahæsti leikmaður Chelsea í öllum keppnum en hann fær aðallega að spila í bikarkeppnum og Evrópu.
Jackson hefur svo sannarlega minnt á sig á þessari leiktíð og er orðinn aðalmaðurinn í fremstu víglínu á Stamford Bridge.