Jose Sa, markvörður Wolves, átti alls ekki góðan leik í gær er liðið mætti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.
Sa fékk dæmdar á sig tvær vítaspyrnur í 4-2 tapi og reifst síðar við stuðningsmann félagsins.
Ónefndur stuðningsmaður Wolves var með dólgslæti í stúkunni sem Sa tók ekki vel í og svaraði svo sannarlega fyrir sig.
Öryggisverðir þurftu að fjarlægja Sa í kjölfarið og var maðurinn þá rekinn burt samkvæmt enskum miðlum.
Myndband af þessu má sjá hér.
Incredible footage shows the moment Wolves goalkeeper Jose Sa was restrained by security after clashing with his OWN FANS! #WOLBOU pic.twitter.com/Oqbxx9eV4Z
— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) November 30, 2024