fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
433Sport

Arnar tjáir sig um mál Alberts sem sprakk í fjölmiðlum – „Þú getur ekki leyft að það séu sérreglur“

433
Laugardaginn 9. nóvember 2024 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson fyrrum landsliðsþjálfari Íslands segist ekki sjá eftir því hvernig hann höndlaði mál Alberts Guðmundssonar, hann sjái hins vegar eftir því að hafa ekki náð því besta fram úr Alberti sem leikmanni.

Samband Alberts og Arnars var mjög slæmt áður Arnar var rekinn úr starfi í mars á síðasta ári. Hann hafði ekki valið Albert í hópinn og ýjar að því í viðtali við Chess after Dark að Albert hafi ekki farið eftir reglum landsliðsins.

Málið varð í raun risastórt þar sem Arnar og Albert voru mikið í fréttum vegna málsins og Guðmundur Benediktsson, faðir Alberts, blandaði sér einnig í málið.

Meira:
Harðorð yfirlýsing frá Gumma Ben – Sakar Arnar um að ráðast á son sinn og gera lítið úr honum

„Hvað gerðist þar? Í fyrsta lagi, ég hef sagt það 100 sinnum að Albert er með eina mestu knattspyrnuhæfileikana sem Íslendingur hefur haft. Það gerðist svo mikið og margt,“ segir Arnar í Chess after Dark.

Hann segir að málið hafi byrjað sumarið 2022 þegar íslenska liðið var við æfingar í Danmörku.

„Í rauninni byrjar þetta þannig að ætlunin var að gefa Alberti mjög stórt hlutverk, hann er í fyrstu gluggunum nánast alltaf í liðinu. Það sem gerist er að við erum að spila fyrsta leikinn úti á móti Ísrael, við erum að æfa í Danmörku. Albert var ekki sáttur með hlutverk sitt og stöðuna og endar á bekknum í þeim leik. Hann vildi spila alla leiki og vera aðalmaðurinn í landsliðinu.“

„Það er það fyrsta, þar eru fyrstu á milli okkar. Þar er hann ekki ánægður með sitt hlutverk og ég ekki ánægður með hans viðbrögð. Ég vel hann ekki í verkefnin á eftir.“

Arnar segist sjá eftir því að hafa ekki fengið Albert til að blómstra innan vallar en að hann hafi þurft að gera þetta.

„Ég sé eftir því að hafa ekki náð því besta út úr Alberti, þar hefði ég sem þjálfari og manneskja viljað gera betur. Sé ég eftir því hvernig ég höndlaði þegar þetta fór á þann veg sem það fór? Enn í dag finnst mér ég hafa þurft að verja hópinn, þú ert aldrei stærri en liðið. Þetta springur í glugganum þegar ég er rekinn.“

Arnar ýjar svo að því að Albert hafi ekki farið eftir þeim reglum sem settar voru fyrir hópinn.

„Ég hringdi í hann þá og vildi laga okkar samband, þá var það ekki. Þá fór þetta aftur á flug í fjölmiðlum, félagslega og þjálfunarlega til að vernda hópinn. Þú getur ekki leyft í íslenska landsliðinu að það séu sérreglur.“

„Ætlunin var að leysa þetta, hann var að spila vel. Þegar við töluðum saman, það var aldrei þannig þegar ég talaði við Albert að það væri illt á milli okkar. Við höfðum bara mismunandi skoðanir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Talið næsta víst að hann fái sparkið eftir hörmungarnar í gær – Þessir þrír efstir á blaði

Talið næsta víst að hann fái sparkið eftir hörmungarnar í gær – Þessir þrír efstir á blaði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Höfðar mál gegn eigandanum sem Jökull gagnrýndi harðlega – „Það segir nógu mikið um hann“

Höfðar mál gegn eigandanum sem Jökull gagnrýndi harðlega – „Það segir nógu mikið um hann“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Luke Shaw aftur á meiðslalistann

Luke Shaw aftur á meiðslalistann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Mikil pressa á Lopetegui eftir slæmt tap – Fyrsti sigur Van Nistelrooy

England: Mikil pressa á Lopetegui eftir slæmt tap – Fyrsti sigur Van Nistelrooy
433Sport
Í gær

Vildi komast að leyndarmálum Guardiola og ákvað að fara

Vildi komast að leyndarmálum Guardiola og ákvað að fara
433Sport
Í gær

Nóg að gera hjá ÍBV sem tilkynnir annan nýjan leikmann

Nóg að gera hjá ÍBV sem tilkynnir annan nýjan leikmann
433Sport
Í gær

Svíi í raðir Eyjamanna

Svíi í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Segir sína menn ekki í titilbaráttu þrátt fyrir vænlega stöðu

Segir sína menn ekki í titilbaráttu þrátt fyrir vænlega stöðu