Vinicius Junior, ein stærsta stjarna knattspyrnuheimsins, hefur fengið afsökunarbeiðni frá ungum dreng sem styður Rayo Vallecano.
Real Madrid greinir frá þessu í tilkynningu á heimasíðu sinni en Vinicius er dökkur á hörund og hefur margoft orðið fyrir rasisma á sínum ferli.
Þessi ónefndi strákur lét rasísk ummæli falla í febrúar á þessu ári en virðist sjá eftir gjörðum sínum.
Tekið er fram að strákurinn megi ekki mæta á keppnisleiki á Spáni næsta árið og þarf þá einnig að borga sekt vegna hegðun sinnar.
Vinicius hefur sjálfur ekki tjáð sig um þessa afsökunarbeiðni en hann er einn allra mikilvægasti leikmaður Real.
Óljóst er hversu gamall þessi strákur er að svo stöddu en hann hefur samþykkt að taka sinni refsingu og mun vonandi hugsa sig tvisvar um í framtíðinni.