fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Ungur drengur bað stjörnuna afsökunar á rasisma

Victor Pálsson
Laugardaginn 30. nóvember 2024 20:03

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinicius Junior, ein stærsta stjarna knattspyrnuheimsins, hefur fengið afsökunarbeiðni frá ungum dreng sem styður Rayo Vallecano.

Real Madrid greinir frá þessu í tilkynningu á heimasíðu sinni en Vinicius er dökkur á hörund og hefur margoft orðið fyrir rasisma á sínum ferli.

Þessi ónefndi strákur lét rasísk ummæli falla í febrúar á þessu ári en virðist sjá eftir gjörðum sínum.

Tekið er fram að strákurinn megi ekki mæta á keppnisleiki á Spáni næsta árið og þarf þá einnig að borga sekt vegna hegðun sinnar.

Vinicius hefur sjálfur ekki tjáð sig um þessa afsökunarbeiðni en hann er einn allra mikilvægasti leikmaður Real.

Óljóst er hversu gamall þessi strákur er að svo stöddu en hann hefur samþykkt að taka sinni refsingu og mun vonandi hugsa sig tvisvar um í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Virðist vera staðráðinn í að vera áfram og hafnar öðru tilboði

Virðist vera staðráðinn í að vera áfram og hafnar öðru tilboði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ferillinn á hraðri niðurleið – Sagður skoða tilboð frá Mexíkó

Ferillinn á hraðri niðurleið – Sagður skoða tilboð frá Mexíkó
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum