fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Ræddu brotthvarf Hareide – „Ég á erfitt með að ímynda mér að það hugsi einhver illa til hans“

433
Laugardaginn 30. nóvember 2024 10:30

Age Hareide. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppistandarinn Jakob Birgisson var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Age Hareide lét af störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Hann hafði verið með liðið í um eitt og hálft ár og var nálægt því að koma því á EM síðasta vor.

„Hann er búinn að þjálfa Rosenborg, Malmö, danska landsliðið. Hann gerði fína hluti hér og ég held það sé ekkert mál fyrir hann að labba út úr þessu,“ sagði Hrafnkell í þættinum, en Hareide er reynslubolti sem á að baki farsælan feril.

„Ég á erfitt með að ímynda mér að það hugsi einhver illa til hans, þó einhverjir hafi verið brjálaðir af því að hann mætti ekki hingað á blaðamannafundi, kannski var það bara út af hnénu,“ sagði Jakob léttur í bragði áður en Hrafnkell tók til máls á ný.

„Hann spilaði fyrst og fremst skemmtilegan fótbolta. Leikirnir undir hans stjórn voru skemmtilegir, þó við værum stundum að fá of mikið af mörkum á okkur. Hann var líka með mikla virðingu frá leikmönnum.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
Hide picture