Ibrahima Konate hefur gefið í skyn að hann verði frá í dágóðan tíma eftir að hafa meiðst gegn Real Madrid í vikunni.
Konate fór meiddur af velli undir lok leiks í Meistaradeildinni er Liverpool vann góðan sigur á þeim spænsku.
Það er óljóst hversu alvarleg meiðsli Konate eru en hann verður ekki með gegn Manchester City í stórleiknum á morgun.
,,Það var svo pirrandi að meiðast undir lok þessa frábæra leiks á miðvikudaginn,“ sagði Konate.
,,Nú byrjum við endurhæfingu en ég lofa því að snúa aftur sterkari en áður. Takk fyrir stuðninginn á Anfield.“
,,Við höldum áfram og ég mun styðja við liðið alla leið.“