fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
433Sport

Svona fer miðasalan fram fyrir stórmótið hjá stelpunum næsta sumar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðasala á EM kvenna í Sviss fyrir íslenska stuðningsmenn verður í þremur hlutum. Fólk er hvatt til að lesa vel yfir þær upplýsingar sem eru hér fyrir neðan. Allir þeir miðar sem seldir eru í þessum þremur miðasölugluggum eru á svæði sem er sérstaklega frátekið fyrir íslenska stuðningsmenn.

Margar fyrirspurnir hafa borist KSÍ síðustu mánuði varðandi miðasölu á mótið og því má búast við því að eftirspurnin verði töluverð. Ennþá liggur ekki fyrir hvað íslenskir stuðningsmenn fá marga miða á hvern leik í riðlakeppninni en það ræðst af því í hvaða riðli Ísland verður á mótinu. Þó er ljóst að takmarkaður fjöldi miða er í boði og því er besta leiðin, fyrir íslenska stuðningsmenn, að tryggja sér miða í fyrsta hluta miðasölunnar.

Miðasala með einnota kóðum (17. til 24. desember)

Í fyrsta hluta verður notast við miðasölu með einnota kóðum (e. Single-use Access Codes). Til að fá aðgang að þeirri miðasölu þarf að skrá sig í gegnum skráningaform sem aðgengilegt verður hér á vefsíðu KSÍ. Formið verður opnað 2. desember og verður opið til kl. 12:00, 23. desember.

Frá og með 17. desember verður byrjað að senda kóða til þeirra sem hafa skráð sig (í þeirri röð sem skráningar bárust). Kóðana getur fólk svo notað til að kaupa miða í gegnum miðavef UEFA. Miðakaup með einnota kóðum verða opin frá kl. 12:00 þriðjudaginn 17. desember til kl. 12:00 þriðjudaginn 24. desember – eða á meðan miðar endast.

Með hverjum kóða verður hægt að kaupa allt að 10 miða á hvern leik Íslands í riðlakeppni mótsins (3 leikir). Ef fólk ætlar á fleiri en einn leik í riðlakeppninni er mikilvægt að klára miðakaupin á alla þá leiki í sama kaupferlinu þar sem kóðinn verður ónothæfur eftir að kaupferlinu er lokið.

Miðasala með fjölnota kóða (27. desember til 8. janúar)

Í öðrum hluta miðasölunnar verða miðar seldir með fjölnota aðgansgkóða (e. Multi-use Access Code). Þessi hluti miðasölunnar verður aðgengilegur öllum sem eru áskrifendur að fréttabréfi KSÍ (smelltu hér til að gerast áskrifandi).

Kóðinn verður sendur út með fréttabréfi KSÍ föstdaginn 27. desember og frá og með kl. 12:00 þann dag getur fólk farið inn á miðavef UEFA og klárað miðakaup með kóðanum. Mest verður hægt að kaupa 4 miða á hvern leik í einu en ef fólk vill kaupa fleiri miða þá getur það einfaldlega farið inn aftur og endurtekið kaupin, með sama kóðanum. Miðakaup með fjölnota aðgangskóða verða opin til kl. 12:00 miðvikudaginn 8. janúar – eða á meðan miðar endast.

Miðasala fyrir alla sem skráðir eru “Fan of Iceland” (9. til 16. janúar)

Í þriðja og síðasta hluta miðasölunnar verður miðakerfi UEFA opið fyrir alla sem eru skráðir sem “Fan of Iceland”. Þessi hluti miðasölunnar verður opinn frá kl. 12:00 fimmtudaginn 9. janúar til kl. 12:00 fimmtudaginn 16. janúar, eða á meðan miðar endast.

Athugið að í öllum ofangreindum miðasölugluggum er fólk eingöngu að kaupa ákveðinn fjölda miða, sætum verður úthlutað á síðari stigum og miðar sendir til miðakaupenda í framhaldinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

38 ára gamall Vardy orðaður við mjög áhugavert skref

38 ára gamall Vardy orðaður við mjög áhugavert skref
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

„Ég væri eiginlega til í að fá mér kaffi með honum og ræða saman“

„Ég væri eiginlega til í að fá mér kaffi með honum og ræða saman“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hafnar Real Madrid og Barcelona – Ætlar til Newcastle

Hafnar Real Madrid og Barcelona – Ætlar til Newcastle
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bruno Fernandes verður ekki seldur

Bruno Fernandes verður ekki seldur
433Sport
Í gær

Sádarnir vilja kaupa félag í næstu efstu deild á Englandi – Viðræður hafa átt sér stað

Sádarnir vilja kaupa félag í næstu efstu deild á Englandi – Viðræður hafa átt sér stað
433Sport
Í gær

Goðsögn hjá United ætlar ekki að endurnýja ársmiða sinn eftir framkomu félagsins

Goðsögn hjá United ætlar ekki að endurnýja ársmiða sinn eftir framkomu félagsins