fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Gerrard sá besti sem hann þjálfaði á ferlinum – Vann með mörgum stórstjörnum

Victor Pálsson
Laugardaginn 23. nóvember 2024 18:47

Gerrard í leiknum gegn Chelsea / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafael Benitez þurfti ekki að hugsa sig lengi um er hann var beðinn um að nefna þann besta sem hann þjálfaði á ferlinum.

Benitez nefndi þar Steven Gerrard, goðsögn Liverpool, en þeir unnu Meistaradeildina saman á sínum tíma.

Spánverjinn segir að Gerrard hafi verið engum líkur þrátt fyrir að hafa þjálfað margar stórstjörnur á sínum ferli.

,,Það er besti leikmaður sem ég hef þjálfað á ferlinum. Hann var góður alveg frá byrjun, þegar við vorum að kynnast,“ sagði Benitez.

Benitez var svo beðinn um að bera saman Gerrard og Cristiano Ronaldo og hafði þetta að segja:

,,Stevie var með kraftinn, hann gat skorað mörk, var góður í loftinu og með báðum fótum. Hann gat skorað af löngu færi, stuttu færi, úr vítaspyrnum og aukaspyrnum.“

,,Hann gat varist ef þess þurfti. Hann var með orkuna, æfði vel og var frábær atvinnumaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfesta andlát ungs manns eftir skelfilegt slys

Staðfesta andlát ungs manns eftir skelfilegt slys
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hættur í þjálfaranámi hjá Bayern – Beit eiginkonu sína, hrækti á hana blóði og kýldi hana

Hættur í þjálfaranámi hjá Bayern – Beit eiginkonu sína, hrækti á hana blóði og kýldi hana
433Sport
Í gær

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“
433Sport
Í gær

Fyrrum enskur landsliðsmaður æfir hjá Frank Lampard – Vona að hann skrifi undir

Fyrrum enskur landsliðsmaður æfir hjá Frank Lampard – Vona að hann skrifi undir