fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Einn sá vinsælasti orðaður við komu til Englands – Fáir með betri meðmæli

Victor Pálsson
Laugardaginn 23. nóvember 2024 20:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn vinsælasti þjálfarinn í dag ber nafnið Quique Setien en hann er afskaplega ofarlega á vinsældarlista annarra þjálfara.

Setien náði frábærum árangri með Real Betis á sínum tíma og fékk þá að stoppa stutt sem stjóri Barcelona.

Fjölmargir heimsfrægir þjálfarar eins og Pep Guardiola, Carlo Ancelotti, Xavi, Diego Simeone, Julen Lopetegui og Enzo Maresca hafa talað afskaplega vel um þennan 66 ára gamla Spánverja.

Setien var síðast á mála hjá Villarreal frá 2022 til 2023 en hefur undanfarið ár tekið sér pásu frá fótbolta.

Síðasta mánuðinn hefur Setien sést á leikjum á Englandi, bæði í efstu deild og þeirri næst efstu, og hefur hann áhuga á að taka að sér starf erlendis í fyrsta sinn.

,,Ég hef verið frá boltanum í eitt ár og á Spáni þá var ég ekki að finna fyrir ástríðunni. Við fylgjumst öll með ensku úrvalsdeildinni. Á Spáni þá horfirðu á eitt eða tvö lið en á Englandi, öll,“ sagði Setien.

,,Við heimsóttum England og vorum þar í sjö daga en þessi vika hefur komið mér á óvart. Ég varð ástfanginn af fólkinu og ástríðunni.“

Setien þykir vera gríðarlega gáfaður þegar kemur að taktík og eru margir aðrir þekktir þjálfarar sem hafa notast við hans hugmyndafræði á undanförnum árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hættur í þjálfaranámi hjá Bayern – Beit eiginkonu sína, hrækti á hana blóði og kýldi hana

Hættur í þjálfaranámi hjá Bayern – Beit eiginkonu sína, hrækti á hana blóði og kýldi hana
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Niðurlæging Sancho í sigri á City – Var tekinn af velli eftir að hafa komið inn sem varamaður

Niðurlæging Sancho í sigri á City – Var tekinn af velli eftir að hafa komið inn sem varamaður
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“