fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
433Sport

Virðist skjóta á þjálfara sinn eftir dvöl með landsliðinu – ,,Get ekki hlaupið svona mikið“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 20:22

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dusan Vlahovic virðist hafa skotið á þjálfara sinn Thiago Motta en þeir eru saman hjá Juventus á Ítalíu.

Vlahovic virðist vera ánægðari með serbnenska landsliðinu þar sem hann þarf að sinna mjög takmarkaðri varnarvinnu.

Motta vill að allir sínir leikmenn gefi allt í sölurnar á vellinum gæti komið niður á leik Vlahovic sem er 24 ára gamall.

Vlahovic hefur þó spilað ágætlega í vetur en hann er með níu mörk í 16 leikjum undir Motta sem tók við í sumar.

,,Já ég er hrifinn af því að spila með öðrum framherja mér við hlið,“ sagði Vlahovic við blaðamenn.

,,Það hentar mér vel en þetta snýst um hvaða þjálfara þú vinnur með. Það gerir mér auðveldara fyrir því Aleksandar Mitrovic er sterkur sóknarmaður sem spilar með bakið í markið og reynir við skallabolta.“

,,Einnig þá er Dragan Stojkovic [landsliðsþjálfari Serbíu] ekki að neyða mig í að sinna mikilli varnarvinnu. Leikmaður eins og ég, leikmaður með þessa líkamsbyggingu getur ekki hlaupið svona mikið. Ef ég geri það þá er ég ekki allur á síðasta þriðjungi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

17 ára en verður launahærri en einn besti markaskorari heims

17 ára en verður launahærri en einn besti markaskorari heims
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hélt hann væri ósnertanlegur og var svo dæmdur í 15 mánaða fangelsi: Réðst á eldri konu – ,,Passaðu hvar þú labbar feita belja“

Hélt hann væri ósnertanlegur og var svo dæmdur í 15 mánaða fangelsi: Réðst á eldri konu – ,,Passaðu hvar þú labbar feita belja“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu þegar heimsfrægu mennirnir urðu sér til skammar fyrir framan alþjóð – Misstu hausinn og sáu rautt

Sjáðu þegar heimsfrægu mennirnir urðu sér til skammar fyrir framan alþjóð – Misstu hausinn og sáu rautt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eigandi Forest sagði Carragher að fara til fjandans

Eigandi Forest sagði Carragher að fara til fjandans
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vængbrotnir Eyjamenn fengu skell – KA með sigur

Besta deildin: Vængbrotnir Eyjamenn fengu skell – KA með sigur
433Sport
Í gær

Hefur bætt á sig yfir 20 kílóum eftir að hafa hætt í vinnunni – Sjáðu ótrúlegan mun

Hefur bætt á sig yfir 20 kílóum eftir að hafa hætt í vinnunni – Sjáðu ótrúlegan mun
433Sport
Í gær

Fjölskyldan vildi fara til Manchester en hann neitaði

Fjölskyldan vildi fara til Manchester en hann neitaði
433Sport
Í gær

Lofsyngur árangurinn fyrir vestan – „Menn eru tilbúnir að fara í stríð“

Lofsyngur árangurinn fyrir vestan – „Menn eru tilbúnir að fara í stríð“